Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal 2018 verður Á hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum laugardaginn 28. apríl 2018, kl. 14:00.
Dagskrá:
- Erindi gesta fundarins:
- Erindi Þrastar Elliðasonar, fyrirsvarsmanns Strengja ehf. leigutaka.
- Erindi Guðna Guðbergssonar, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun.
- Erindi Jóns Helga Björnssonar, formanns Landssambands veiðifélaga.
- Skýrsla kjörbréfanefndar um atkvæðisrétt á fundinum
- Skýrsla stjórnar
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar
- Umræður um skýrslu og reikninga
- Fjárhagsáætlun næsta árs
- Breytingar á samþykktum félagsins
- Kosningar:
- Kosning 2ja stjórnarmanna til þriggja ára
- Kosning 3ja varamanna í stjórn til eins árs
- Kosning 2ja skoðunarmanna og varaskoðunarmanns til eins árs.
- Kosning kjörbréfanefndar. Þrír aðalmenn og tveir til vara. Nefndin hafi það hlutverk að fara yfir atkvæði fundarmanna og umboð, á veiðifélagsfundum.
- Ráðstöfun veiðiréttar 2022-2026 – nýr samningur við Strengi ehf.
- Tilhögun útgreiðslu arðs samkvæmt samþykktri arðskrá.
- Önnur mál
Kaffiveitingar verða í boði veiðifélagsins á fundinum.
Nauðsynlegt er, ef eignarhald er dreift, jörð er eign félags eða ef ábúandi fer ekki með atkvæðisrétt, að sá sem sækir aðalfund hafi til þess skriflega heimild eða umboð sem uppfyllir formskilyrði samkvæmt lax- og silungsveiðilögum, enda kann atkvæðisréttur jarðar að falla niður ella. Hafa má samband við formann kjörbréfanefndar, Þorstein P. Gústafsson, til að fá nánari leiðbeiningar ef þurfa þykir.
Hægt er að hafa samband við stjórnarmenn um nánari upplýsingar um einstaka fundarliði.
Þá er vakin athygli á því að mikilvægt er að veiðifélaginu sé tilkynnt um eigendaskipti á jörðum.
Stjórn veiðifélagsins