Veiðisumarið 2017 hafið

on

magnilax2017

Veiði hófst í dag 1. júlí í Jöklu. Fyrsti lax var kominn á land kl. 7.20 og var það Magni Bernhardsson sem landaði honum. Fiskurinn, sem var 85 sm hængur, tók við Fossárgrjót og var veiðimaðurinn kominn niður undir Skipalág þegar hann náðist á land. Þrír aðrir laxar veiddust á þessum fyrsta veiðidegi, tveir á Hólaflúð og annar við Fossárgrjót. Fiskarnir voru ekki lúsugir sem bendir til að þeir séu komnir upp fyrir nokkrum dögum. Ekki er því ólíklegt að lax sé kominn víða í Jöklu nú í júlíbyrjun líkt og í fyrra þó að fleiri en fjórir hafi ekki fengist til að bíta á þennan fyrsta dag.

Leave a comment