Góður aðalfundur

on

Aðalfundur Veiðifélags Jökulsár á Dal fór fram að Skjöldólfsstöðum sunnudaginn 23. apríl. Mæting á fundinn var með ágætum þó að margir atkvæðisbærir félagsmenn næðu ekki að koma heldur létu sér nægja að senda umboð sín. Atkvæði 2/3 voru því á staðnum sem var nauðsynlegt til að hægt væri að gera breytingar á samþykktum, að beiðni Fiskistofu og endursamþykkja arðskrá. Var hvorutveggja samþykkt samhljóða með öllum atkvæðum. Kosið var um tvö sæti í stjórn og hlutu Skúli Björn Gunnarsson og Gestur Hallgrímsson flest atkvæði í þau. Þá voru kosnir varamenn til eins árs: Halla Eiríksdóttir, Benedikt Ólason og Þorsteinn Gústafsson. Ekki urðu breytingar á annarri nefndarskipan. Fundargerð aðalfundarins er hægt að nálgast hér á síðunni.

Leave a comment