Arðskrá samþykkt á félagsfundi

Á öðrum félagsfundi Veiðifélags Jöklu í haust, sem boðað var til 25. nóvember á Skjöldólfsstöðum, var fyrsta arðskrá félagsins samþykkt samhljóða. Tekur hún til 8.000 eininga af þeim 10.000 sem arðskrárnefnd gerði að tillögu sinni að skipt yrði á milli jarða. 2.000 einingum er haldið eftir til að taka inn mat á búsvæðum og uppeldisskilyrðum við næstu arðskrárgerð. Arðskráin verður nú send Fiskistofu til staðfestingar en tveggja mánaða málskotsfrestur þarf að líða frá félagsfundinum og þangað til hún verður birt í Stjórnartíðindum. Fundargerðir félagsfundanna tveggja er að finna hér á síðunni undir Fundargerðir.

Leave a comment