Veiðisumrinu lokið

lax2016Veiði á Jöklusvæðinu lauk 30. september. Alls veiddust 484 laxar í Jöklu og þverám hennar og í Fögruhlíðará var landað 100 löxum. Meirihlutinn af þessum fiskum var 2ja ára lax, yfir 70 sm, en eins ár fiskur skilaði sér lítið í Jöklu sem aðrar ár á Norðausturhorninu líkt og búist var við vegna kalda vorsins og sumarsins 2015. Yfirfallið kom á 22. ágúst en þá var búin að vera ágæt veiði allt frá júlíbyrjun. Laxinn þokaði sér lengra upp Dal en áður og veiddist lax allt upp við ármót Treglu. Einnig dreifðist veiðin á fleiri staði en áður þó að fengsælustu veiðistaðir hafi verið þeir sömu og síðustu ár. Listi yfir veiðistaði kemur síðar en nú er verið að vinna tölfræðina upp úr veiðibókum. Sumarið var einnig gott fyrir seiðabúskap ánna og til að halda áfram fiskræktinni var sleppt 33.650 gönguseiðum og 49.000 eins árs seiðum í árnar.

Leave a comment