Félagsfundur 5. nóvember

Veiðiréttarhafar ættu nú að hafa fengið ábyrgðarbréf með fundarboði vegna félagsfundar Veiðifélags Jökulsár á Dal sem haldinn verður laugardaginn 5. nóvember 2016, í Brúarásskóla, kl. 14:00. Aðeins eitt mál er á dagskrá, kynning á arðskrá veiðifélagsins og atkvæðagreiðsla um hana. Vinna við gerð arðskrár fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal hefur verið kynnt á fundum félagsins að…

Veiðisumrinu lokið

Veiði á Jöklusvæðinu lauk 30. september. Alls veiddust 484 laxar í Jöklu og þverám hennar og í Fögruhlíðará var landað 100 löxum. Meirihlutinn af þessum fiskum var 2ja ára lax, yfir 70 sm, en eins ár fiskur skilaði sér lítið í Jöklu sem aðrar ár á Norðausturhorninu líkt og búist var við vegna kalda vorsins…