Í júní sendi arðskrárnefnd frá sér arðskrá fyrir hverja jörð sem á veiðirétt í Jökulsá á Dal. Veiðiréttarhafar fengu sex vikur til að skila skriflegum athugasemdum til formanns arðskrárnefndar.
Í bréfinu sem fylgdi arðskránni var einnig boðað til fundar hinn 1. sept. kl. 20.00 á Brúarási með þeim veiðiréttarhöfum sem þess óska til viðræðna um athugasemdir eða annað það sem varðar arðskrártillöguna.
Arðskrárnefnd minnir hér með á þennan fund á Brúarási, fimmtudaginn 1. sept. nk. kl. 20.
Stjórn veiðifélagsins tilkynnir síðar um hvenær félagsfundur um arðskrártillöguna verður haldinn og boðar hann samkvæmt samþykktum.