
Fyrstu alvöruveiðikortin fyrir Jöklu eru komin út hjá Veiðifélagi Jökulsár á Dal. Inn á þau eru merktir helstu veiðistaðir sem eru þekktir og hafa fengið nafn. Einnig veiðivegir og hvort koma eigi að veiðistað frá hægri eða vinstri bakka. Þetta er fyrsta útgáfa og öruggt mál að einhverjar betrumbætur þarf að gera fyrir næsta ár og gott að menn komi þeim á framfæri.Hægt er að sækja kortin á pdf-formi hér á vefnum ( Veiðikort ) en veiðivörður, Guðmundur Ólason, er með prentuð kort fyrir veiðimenn og aðra áhugasama.