
Jökla var opnuð í dag, 1. júlí. Töluvert vatn var í ám eftir rigningar og þungbúið en það aftraði ekki veiðimönnum frá því að setja í stóra fiska. Eins og vonir stóðu til voru 2ja ára fiskarnir mættir og veiddust fiskar allt frá Skipalág og upp í Svelg, eða nánast enda á milli í Jöklu á veiðisvæðinu Jökla I. Hér er Jóel Björn með fallegan fisk í Skipalág snemma í morgun sem mældist 89 sm á lengd og 48 sm um miðjuna. Góð dreifing á laxi og að hann sé mættur af krafti 1. júlí gefur vonir um gott veiðisumar.