Veiðikortin komin út

Fyrstu alvöruveiðikortin fyrir Jöklu eru komin út hjá Veiðifélagi Jökulsár á Dal. Inn á þau eru merktir helstu veiðistaðir sem eru þekktir og hafa fengið nafn. Einnig veiðivegir og hvort koma eigi að veiðistað frá hægri eða vinstri bakka. Þetta er fyrsta útgáfa og öruggt mál að einhverjar betrumbætur þarf að gera fyrir næsta ár…

Fyrsti laxinn ofan við Merkisbrú

Veiðin í Jöklu og Fögruhlíðará fer vel af stað þetta sumarið. Aldrei fyrr hefur orðið vart við jafnmikið af laxi á fyrstu 10 dögum júlímánaðar og það dreift um árnar. Búið er að landa um 75 löxum og eru þeir nær allir af stærri gerðinni enda smálaxagöngur ekki byrjaðar. Um helgina dró síðan til tíðinda…

Fyrstu laxarnir 2016

Jökla var opnuð í dag, 1. júlí. Töluvert vatn var í ám eftir rigningar og þungbúið en það aftraði ekki veiðimönnum frá því að setja í stóra fiska. Eins og vonir stóðu til voru 2ja ára fiskarnir mættir og veiddust fiskar allt frá Skipalág og upp í Svelg, eða nánast enda á milli  í Jöklu…